Erfitt að tjá sig ekki 21. október 2005 00:01 Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira