Innlent

100 miðborgaríbúðir fyrir stúdenta

Liðlega eitt hundrað miðborgaríbúðir fyrir stúdenta og þrír íbúðaturnar með rúmlega eitt hundrað íbúðum að auki verða að veruleika eftir að borgarráð samþykkti skipulag fyrir svokallaðan Barónsreit í gær. Svæðið afmarkast af Barónsstíg, Hverfisgötu, Skúlagötu og Vitastíg. Reiturinn er sá fyrsti af mörgum sem eru í vinnslu í tengslum við andlitslyftingu svæðisins í kringum Hlemm undir yfirskriftinni „Hlemmur plús“. Með uppbyggingu á svæðinu vilja borgaryfirvöld styrkja bakland miðborgarinnar og verður lögð áhersla á að gefa ungu fólki færi á að búa í göngufæri frá allri þjónustu og í návígi við greiðar almenningssamgöngur við háskólasvæðið í Vatnsmýrinni. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×