Sport

Rio tippar á Tottenham

NordicPhotos/GettyImages
Varnarmaðurinn Rio Ferdinand segir að kannski sé tími Tottenham kominn í ensku úrvalsdeildinni og bendir á að liðið virðist loksins að ná þeim stöðugleika sem það hafi skort á undanförnum árum. Manchester United og Tottenham mætast á Old Trafford um helgina. Leikur liðanna á síðustu leiktíð var um margt eftirminnilegur, því þá skoraði Pedro Mendez hjá Tottenham fullkomlega löglegt mark sem hefði geta tryggt liðinu sigur, en línuvörðurinn sá ekki að Roy Carroll, markvörður United, missti knöttinn langt inn í markið eftir skot frá miðjum vellinum. Tottenham er með fínan hóp og mér sýnist Martin Jol vera að ná að binda liðið saman og ná stöðugleika. Liðið hefur verið á barmi þess að verða eitt af stóru liðunum í enska boltanum og ég er ekki frá því að þeim takist það í ár. Við verðum að gæta okkar á þeim og þá sérstaklega Jermain Defoe. Ég þekki hann frá enska landsliðinu og hann er maður sem er alltaf líklegur til að skora mörk," sagði Rio Ferdinand.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×