Sport

Arsenal ekki sterkt án lykilmanna

Knattspyrnustjórinn Martin Jol hjá Tottenham nýtur gríðarlegra vinsælda há stuðningsmönnum liðsins þessa dagana og varla hafa ummæli hans í garð erkifjendanna liðsins í dag verið til þess að draga úr aðdáun stuðningsmanna Tottenham. Í samtali við Indipendent í dag sagði Jol að Arsenal liðið væri aðeins miðlungslið án þeirra Thierry Henry og Patrick Vieira og benti á þá staðreynd að liðið hefði þegar tapað þremur leikjum í deildinni. "Ef Arsenal er án lykilmanna eins og Thierry Henry og Patrick Vieira, er það kannski bara eins og miðlungslið í ensku úrvalsdeildinni - þeir töpuðu enn eina ferðina um helgina," sagði Jol og heldur því fram að Tottenham geti orðið sterkara lið en Arsenal í nánustu framtíð. "Við byggjum okkar lið á ungum leikmönnum og hver veit nema við finnum okkur næsta Thierry Henry eða Patrick Vieira. Sjáið bara Aaron Lennon, við fundum hann og ég held að hann eigi eftir að verða frábær leikmaður í framtíðinni," sagði Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×