Sport

Dregið í umspil fyrir HM

Nú rétt áðan var ljóst hvaða lið mætast í umspili um laust sæti á HM í knattspyrnu í Þýskalandi næsta sumar. Spánverjar mæta Slóvenum og verður fyrri leikur liðanna á Spáni þann 12. nóvember. Norðmenn fá það erfiða verkefni að mæta Tékkum og Svisslendingar fá Tyrki í heimsókn, en þessir leikir fara allir fram sama dag og æfingaleikur Englendinga og Argentínu. Síðari leikir þessara liða fara fram fjórum dögum síðar, eða 16 nóvember. Þau lið sem þegar eru komin áfram frá Evrópu eru gestgjafarnir Þjóðverjar, Úkraína, Holland, Pólland, England,  Króatía, Ítalía, Portúgal, Svíþjóð, Serbía og Frakkland. Þá eiga Ástralir og Úrúgvæar eftir að mætast í umspili, sem og Barein og Trinidad og Tobago.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×