Dýrt að halda uppi réttarríki 11. október 2005 00:01 Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón. Baugsmálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón.
Baugsmálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira