Sport
Henry verður boðinn risasamningur
Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið hafi í hyggju að bjóða Thierry Henry stærsta samning í sögu félagsins ef hann fellst á að vera áfram hjá félaginu. Samningurinn myndi hljóða upp á fjögur ár og 100 þúsund pund á viku. "Við erum enn ekki búnir að bera tilboðið formlega upp á hann, en ef af þessu yrði, kæmi hann til með að verða hæstlaunaðasti leikmaður í sögu félagsins og það á hann alveg skilið. Við hefðum helst viljað klára samningamálin í vetur, en Henry vill ekki fara í það fyrr en í vor. Það er hans val og við virðum það, en það er á hreinu að við viljum að sjálfssögðu hafa hann áfram hjá Arsenal," sagði Hill-Wood.