Innlent

Hitti vafasama menn í leit að fé

Eigandi fyrirtækisins Skúlason, sem gerð var húsleit hjá vegna breskrar rannsóknar á fjársvikum og peningaþvætti, segist hafa kynnst vafasömum mönnum í fjárfestaleit sinni í Bretlandi. Það sé líklega skýringin á því að fyrirtækið flækist í málið. Breska lögrelgan rannsakar nú stórt mál sem snýst um fjárdrátt og sölu á hlutabréfum í fyrirtækjum sem eru ekki til. Húsleit var gerð hjá fyrirtækinu Skúlason og eigendur yfirheyrðir. Lögregluyfirvöld verjast allar frétta en margir tengjast málinu víðs vegar um Evrópu og svikin eru talin hafa átt sér stað um langt skeið. Sjö voru handteknir í Bretlandi í dag, einn þeirra hafði tengsl við Ísland. Eigendur Skúlasonar segjast alsaklausir. Hins vegar hafi fyrirtækið verið í viðræðum við fjölda manns í Bretlandi til að fá fjármagn í útrás fyrirtækisins erlendis. Jóhannes B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlasonar ehf., segir að þannig tengist fyrirtækið líklega inn í rannsóknina. Talað hafi verið við fjöldan allan af aðilum vegna fjárfestaleitarinnar og líklega sé einhver þar sem tengist þessari risastóru rannsókn. Aðspurður hvort fyrirtækið hafi verið í einhverjum vafasömum viðskiptum sem geti huganlega brotið gegn lögum neitar Jóhannes því. Jóhannes segist hafa hitt marga í fjárfestaleitinni sem hann telur vafasama. Sumu fólkinu hafi hann vel getað sleppt, en hann hafi ekki átt né langað til að eiga viðskipti við það, jafnvel ekki fund. Það hafi hann ekki vitað fyrir fundina. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×