Kærður fyrir að áreita stúlkur 4. október 2005 00:01 Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira