Lögbannið ógnun við blaðamenn 4. október 2005 00:01 Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, vöruðu í gær íslensk stjórnvöld við því að með því að setja lögbann á birtingu frétta í Fréttablaðinu og ráðast inn á ritstjórnarskrifstofu geti frelsi fjölmiðla á Íslandi verið stefnt í hættu. Formaður samtakanna, Aidan White, segir að yfirvöld séu á hálli braut með því að hafa afskipti af fréttastofu. „Af þessari aðgerð má ætla að verið sé að ógna blaðamönnum og gera tilraun til þess að koma í veg fyrir umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagsleg málefni en það getur stofnað frelsi fjölmiðlanna í hættu," segir White. Í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gær er skýrt frá helstu málavöxtum og sagt frá innrás fulltrúa sýslumanns á ristjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sem krafðist þess að fréttaritstjóri léti af höndum gögn í málinu. Þá er sagt frá málarekstrinum á hendur Baugi og því sem fram kom í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að málinu, að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum væru tengdir aðdraganda málsins. „Þetta er mjög flókið mál sem krefst mjög faglegrar blaðamennsku," segir White. „Afskipti yfirvalda hjálpa ekki til. Blaðamenn verða að geta skrifað fréttir í friði," segir hann. Spurður hvort hann viti um fordæmi fyrir aðgerðum sem þessum af hálfu yfirvalda í hinum Vestræna heimi segir White: „Þetta er mjög óalgengt í allri Vestur-Evrópu, en kemur samt fyrir. Þetta er algengast þegar um er að ræða mál er varða öryggismál eða þegar verið er að fjalla um mál sem tengjast stjórnvöldum, eins og hér er um að ræða," segir White. Hann segir að samtökin líti á þetta atvik sem örvæntingu yfirvalda vegna þess sem blaðamenn eru að fjalla um. „Yfirvöld hafa fullan rétt á því að vera ósátt við það sem blaðamenn eru að skrifa um, en leiðin til að koma því á framfæri er að ræða málin. Það sem þau eiga ekki er að gera er að nota þessa tegund ógnunar, að ráðast inn á ristjórnarskrifstofur, sem leiðir ekki til bættra samskipta milli blaðamanna og yfirvalda, heldur þvert á móti," segir White. Spurður hvort aðgerðir yfirvalda á föstudag hafi beinlínis stefnt í hættu segir hann að hann vilji vera varkár í að dæma um það. „Ég er ekki viss um að frelsi fjölmiðla á Íslandi sé í raun í hættu eftir þetta vegna þess hve íslenskt lýðræði er rótgróið. Við viljum fyrst og fremst vara við hættunni sem getur skapast við svona aðgerðir yfirvalda og vara við þeim," segir White. Hann segir að samtökin hafi gefið út yfirlýsingu sína til þess að vekja athygli íslenskra yfirvalda á sjónarmiði þeirra hvað varðar þetta mál. „Mér finnst það nú til marks um frelsi fjölmiðlanna á Íslandi að fjölmiðill sem er í eigu Baugs geti fjallað um jafn viðkvæmt mál og hér er um að ræða og varðar eigendurna sjálfa," segir White. Að sögn White verður lögbannið á Fréttablaðið tekið fyrir á stjórnarfundi Evrópusamtaka blaðamanna sem haldinn verður í Berlín á laugardag og sunnudag. „Við erum reiðubúin að bregðast frekar við þessu atviki ef Blaðamannafélag Íslands óskar eftir frekari aðstoð okkar í þessu máli, „ segir White.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira