Innlent

Vegið að hagsmunum öryrkja

Helgi Hjörvar alþingismaður segir að í nýju fjárlagafrumvarpi sé enn vegið að hagsmunum öryrkja og nú eigi að skerða bensínstyrki hreyfihamlaðra um þrjú hundruð milljónir króna. Styrkurinn, sem sé sjö hundruðu milljónir króna, verði afnuminn en fjögur hundruð milljónum sé reyndar skilað til baka í svokölluðum tekjutryggingarauka sem nýtist fólki úr svipuðum hópi. Helgi kveðst furðu lostinn á því að í kjölfar svikanna á samkomulaginu við öryrkja, sem gert var skömmu fyrir kosningarnar 2003, þá skuli menn spara með því að skerða styrk til þessa hóps. Hann hyggur að styrkurinn hafi verið um 8000 krónur á mánuði á mann. Helgi segir að fyrir tveimur árum hafi líka verið þrengdur sá rammi sem var utan um styrki öryrkja til bifreiðakaupa. Því sé nú verið að höggva í sama knérunn. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×