Krafan þingfest í næstu viku 4. október 2005 00:01 Lögbannskrafa á tölvupóst tengdan Jónínu Benediktsdóttur, sem Fréttablaðið birti brot úr, verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, segist munu leggja fram stefnu í málinu á fimmtudaginn. Þó sé hins vegar óljóst hvenær málið verður tekið til meðferðar þar sem lögmenn Fréttablaðsins geta beðið um frest til að leggja fram greinargerð. Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla, segir að hann muni nýta sér sem stystan frest; einungis biðja um viku til að leggja fram greinargerð varnaraðila. Því má búast við því að sú greinargerð liggi fyrir á fimmtudaginn í næstu viku. Þá fær Héraðsdómur málið til meðferðar og ef málið fær venjulega meðferð má búast við því að dómur liggi fyrir um eða eftir áramót. Verði niðurstöðunni þá áfrýjað til Hæstaréttar, á hvorn veginn sem hún verður, þá má allt eins búast við því að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir í málinu fyrr en á vordögum 2006. Jón segist að vísu ætla að krefjast flýtimeðferðar. Fái hann það í gegn gæti endanleg niðurstaða fengist fljótlega eftir áramót. Þangað til gildir lögbannið til bráðbirgða og Fréttablaðinu óheimilt að byggja fréttir á tölvupóstum tengdum Jónínu Benediktsdóttur. Í lögum um lögbann kemur fram að lögbann standi þó héraðsdómur hnekki því í þrjár vikur eftir úrskurðinn. Það er frestur sóknaraðila til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Sé málinu áfrýjað á þeim tíma framlengist lögbannið til bráðabirgða þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögbannskrafa á tölvupóst tengdan Jónínu Benediktsdóttur, sem Fréttablaðið birti brot úr, verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Jónínu, segist munu leggja fram stefnu í málinu á fimmtudaginn. Þó sé hins vegar óljóst hvenær málið verður tekið til meðferðar þar sem lögmenn Fréttablaðsins geta beðið um frest til að leggja fram greinargerð. Jón Magnússon, lögmaður 365 prentmiðla, segir að hann muni nýta sér sem stystan frest; einungis biðja um viku til að leggja fram greinargerð varnaraðila. Því má búast við því að sú greinargerð liggi fyrir á fimmtudaginn í næstu viku. Þá fær Héraðsdómur málið til meðferðar og ef málið fær venjulega meðferð má búast við því að dómur liggi fyrir um eða eftir áramót. Verði niðurstöðunni þá áfrýjað til Hæstaréttar, á hvorn veginn sem hún verður, þá má allt eins búast við því að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir í málinu fyrr en á vordögum 2006. Jón segist að vísu ætla að krefjast flýtimeðferðar. Fái hann það í gegn gæti endanleg niðurstaða fengist fljótlega eftir áramót. Þangað til gildir lögbannið til bráðbirgða og Fréttablaðinu óheimilt að byggja fréttir á tölvupóstum tengdum Jónínu Benediktsdóttur. Í lögum um lögbann kemur fram að lögbann standi þó héraðsdómur hnekki því í þrjár vikur eftir úrskurðinn. Það er frestur sóknaraðila til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Sé málinu áfrýjað á þeim tíma framlengist lögbannið til bráðabirgða þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira