Jóna æfir sig í frönsku 4. október 2005 00:01 Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Jóna hefur leikið með yngri flokkum Þróttar í Neskaupstað alla sína tíð og hefur verið talin efnilegasta blakkona landsins undanfarin ár. Jóna er nú farin að æfa í Cannes. "Við erum byrjaðar að æfa af fullum krafti. Annars er ég að læra frönskuna núna og ætla mér svo að fara í framhaldsskóla hérna þegar ég hef náð góðum tökum á tungumálinu. Mér líst vel á mig og vonandi gengur þetta vel. Ég verð hérna að minnsta kosti þangað til ég fæ heimþrá." Petrún Björg Jónsdóttir, sem nú þjálfar hjá Þrótti í Reykjavík, var þjálfari Jónu þegar hún byrjaði að spila blak í Neskaupstað og það kemur henni ekki á óvart að hún sé að ná góðum árangri. "Það kemur mér alls ekki á óvart. Það sýndi sig fljótt að hún hefur hugarfar til þess að ná langt sem íþróttamaður. Að auki er hún einstaklega kraftmikil og hávaxin sem hjálpar auðvitað til í blakinu. Hún var snemma farin að láta að sér kveða hjá Þrótti og vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá henni." Petrún segir sjaldgæft að íslenskar stelpur komist að hjá stórum liðum í Evrópu. "Það hafa nokkrar stelpur farið til Bandaríkjanna á skólastyrk en fáar til Evrópu. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta gengur hjá Jónu."Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira
Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Jóna hefur leikið með yngri flokkum Þróttar í Neskaupstað alla sína tíð og hefur verið talin efnilegasta blakkona landsins undanfarin ár. Jóna er nú farin að æfa í Cannes. "Við erum byrjaðar að æfa af fullum krafti. Annars er ég að læra frönskuna núna og ætla mér svo að fara í framhaldsskóla hérna þegar ég hef náð góðum tökum á tungumálinu. Mér líst vel á mig og vonandi gengur þetta vel. Ég verð hérna að minnsta kosti þangað til ég fæ heimþrá." Petrún Björg Jónsdóttir, sem nú þjálfar hjá Þrótti í Reykjavík, var þjálfari Jónu þegar hún byrjaði að spila blak í Neskaupstað og það kemur henni ekki á óvart að hún sé að ná góðum árangri. "Það kemur mér alls ekki á óvart. Það sýndi sig fljótt að hún hefur hugarfar til þess að ná langt sem íþróttamaður. Að auki er hún einstaklega kraftmikil og hávaxin sem hjálpar auðvitað til í blakinu. Hún var snemma farin að láta að sér kveða hjá Þrótti og vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá henni." Petrún segir sjaldgæft að íslenskar stelpur komist að hjá stórum liðum í Evrópu. "Það hafa nokkrar stelpur farið til Bandaríkjanna á skólastyrk en fáar til Evrópu. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta gengur hjá Jónu."Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning.
Íþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira