Stór stund fyrir Daða 4. október 2005 00:01 "Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland. Íslenski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Fleiri fréttir Gaf flotta jakkann sinn í beinni Bað um nýtt herbergi í Zagreb Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Sjá meira
"Árni Gautur verður alveg örugglega ekki með gegn Pólverjum á föstudaginn. Það er langt ferðalag til Póllands og hvort sem sambýliskona hans verður búin að fæða eða ekki kemst Árni Gautur ekki frá. Það er styttra fyrir Árna Gaut að fara til Svíþjóðar frá Noregi í næstu viku en frekar ólíklegt að hann verði með en við ætlum reyndar að halda því opnu fram á síðustu stundu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í samtali við Fréttablaðið.Daði sagði að hann væri að uppskera eftir mikið erfiði. "Ég hef þurft að svitna dálítið fyrir þessu landsliðssæti. Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Fyrst Íslandsmeistaratitillinn, svo var ég valinn í lið ársins og svo landsliðssætið. Þetta er enn ein rósin í hnappagatið. Þetta verður auðvitað töluvert púsluspil gagnvart vinnunni og fjölskyldunni enda átta daga ferðalag framundan," sagði Daði sem vonast til þess að fá að spreyta sig í einhverjar mínútur í landsleiknum gegn Pólverjum. Kristján Finnbogason, markvörður KR, stendur væntanlega á milli stanganna gegn Pólverjum. Kristján á 19 landsleiki að baki og lék fyrst gegn Túnis 17. október 1993. Síðast lék Kristján með landsliðinu gegn Slóveníu 1998 og hann hefur því ekki spilað landsleik í sjö ár og verið varamarkvörður eftir að Birkir Kristinsson lagði hanskana á hilluna í fyrrahaust. "Þetta er alveg frábært og ég neita því ekki að þetta er stór stund. Ég er orðinn 32ja ára en það er betra að vera valinn núna en aldrei," sagði Daði Lárusson í samtali við Fréttablaðið í gær aðeins fimm mínútum eftir að hann var valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir vináttuleikinn gegn Pólverjum á föstudaginn og í leikinn gegn Svíum í undankeppni HM 12. október nk. Árni Gautur Arason, aðalmarkvörður landsliðsins, bíður eftir því að sambýliskona hans eignist fyrsta barn þeirra á næstu dögum. Þá er Jóhannes Harðarson meiddur og Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, var valinn í hans stað. Helgi Valur hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland.
Íslenski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Fleiri fréttir Gaf flotta jakkann sinn í beinni Bað um nýtt herbergi í Zagreb Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Sjá meira