Synd að Ívar sé ekki í hópnum 4. október 2005 00:01 Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson, hetja Reading í uppgjöri efstu liðanna í ensku fyrstu deildinni, segir að samherji sinn Ívar Ingimarsson eigi heima í landsliðinu. "Það er algjör synd að Ívar Ingimarsson gefi ekki kost á sér í landsliðið. Það vantar ansi mikið í vörnina hjá okkur gegn Pólverjum og Svíum. Hermann [Hreiðarsson] er til dæmis ekki með en þótt allir væru klárir í leikinn ætti Ívar heima í byrjunarliði Íslands. Hann hefur spilað mjög vel fyrir Reading og ekki bara í haust heldur einnig í fyrravetur," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið en Brynjar Björn er samherji Ívars hjá Reading, sem er í 2. sæti ensku 1. deildarinnar og lagði topplið Sheffield United um helgina 2-1. Brynjar Björn var á skotskónum, skoraði bæði mörk Reading og var valinn maður leiksins í flestum enskum fjölmiðlum.Ívar hefur fengið afbragðsdóma fyrir frammistöðuna á leiktíðinni með Reading. Hann hefur spilað frábærlega vel sem miðvörður en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í þrettán leikjum. Brynjari Birni hefur einnig vaxið ásmegin með hverjum leik."Það er ljóst að Ívar er einn af þeim fyrstu sem Steve Coppell [stjóri Reading] velur í liðið í hvern einasta leik. Coppell treystir honum greinilega enda hafa þeir unnið lengi saman. Þetta er þriðja liðið sem Coppell stýrir með Ívar innanborðs. Vörnin er gríðarlega sterk og Ívar hefur spilað mjög vel," sagði Brynjar Björn, sem gekk til liðs við Reading í sumar frá Watford. Ívar ákvað í fyrrahaust að gefa ekki kost á sér í landsliðið þar sem hann var meðal annars ósáttur við að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu og hefur hans verið sárt saknað í vörninni, sem hefur verið helsta vandamál íslenska landsliðsins.Brynjar Björn er annars mjög ánægður með dvölina hjá Reading. "Eigandi Reading hefur lagt mikinn pening í liðið undanfarin ár og það er ákveðin pressa að koma því upp í úrvalsdeild. Hér er nýr leikvangur og ný og glæsileg æfingaaðstaða og því ekkert til sparað. Það kitlar að komast upp í úrvalsdeildina og spreyta sig þar. Við eigum að geta farið alla leið."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira