Afskipti lykilmanna umhugsunarverð 4. október 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“ Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira