Sheffield jafnar í toppslagnum
Sheffield Utd hefur jafnað metin gegn Reading í toppslag ensku 1. deildarinnar í fótbolta en Brynjar kom Reading yfir strax á 2. mínútu leiksins. Ívari Ingimarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Liðin er í efstu tveimur sætum deildarinnar fyrir leikinn sem hófst kl. 14, Sheffield með 30 stig og Reading sex stigum á eftir. Jöfnunarmark Sheffield skoraði Steven Kabba á 15. mínútu.