Marel á leið heim 30. september 2005 00:01 Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi." Íslenski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Marel Jóhann Baldvinsson, knattspyrnumaður Lokeren í Belgíu, er á heimleið eftir rúm fimm ár í atvinnumennsku. Marel hefur átt við erfið meiðsli á hné að stríða undanfarin ár og sækist nú eftir starfslokasamningi hjá belgíska liðinu. "Ég hef náð samkomulagi um starfslokasamning við stjórnendur Lokeren í meginatriðum. Hins vegar eigum við eftir að ljúka ákveðnum þáttum í því ferli en ég vonast til að geta klárað það í næstu viku og komið heim í kjölfarið," sagði Marel Jóhann sem er einn fjögurra Íslendinga á mála hjá Lokeren. Belgíska úrvalsdeildarliðið Moeskroen reyndi að fá Marel til liðs við sig fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun mánaðarins en Marel sagði ekki vilja fara í nýtt lið meiddur og vildi heldur hefja nýtt líf í boltanum heima á Íslandi. Marel er 24 ára gamall framherji, alinn upp í Breiðablik. Hann spilaði vel með Breiðablik í byrjun leiktímabils árið 2000 og gerði þrjú mörk í fimm leikjum og var þaðan seldur til norska liðsins Stabæk árið 2000 fyrir 30 milljónir. Eftir gott tímabil með Stabæk árið 2001 spurðist fjöldi liða um leikmanninn sem var þó ekki seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr en í janúarmánuði árið 2003. Hjá Lokeren hitti hann fyrir Íslendingana Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Hann var fastamaður á vinstri kanti í liði Lokeren sem kom mjög á óvart og varð í þriðja sæti í deildinni vorið 2003. Árið eftir lék hann 27 leiki fyrir liðið sem þá lenti í 11. sæti. Á þessari leiktíð hefur hann ekkert getað leikið vegna brjóskeyðingar á hné en er á hröðum batavegi og að verða klár í slaginn. Marel hefur leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd."Ég hlakka mikið til að koma heim. Ég held að líkaminn á mér fari létt með að leika í nokkur ár til viðbótar heima á Íslandi því það er álagið hérna sem veldur því að þetta er ekki að ganga upp. Þegar heim er komið ætla ég að skoða mín mál. Vissulega hefur Breiðablik verið nefnt en það er ekkert ákveðið."Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra líkamlegu standi og hugað mjög vel að mataræði og æfingum. Það verða vissulega mikil viðbrigði að koma á klakann en ég er ekki á leiðinni í boltann á Íslandi til að að setja tærnar upp í loft eins og einhverjir hafa gert þegar þeir hafa komið heim. Ég ætla að gera þetta af heilum hug. Það er ekkert gaman að koma heim og geta síðan ekki neitt, það hefur enginn gaman af því," sagði Marel ákveðinn í að setja sitt mark á íslenska knattspyrnusumarið 2006. "Eins og áður sagði þá á ég aðeins eftir að klára að semja um starfslokasamning. Ég hef notið mikillar aðstoðar frá Ólafi Garðarssyni, lögmanni og umboðsmanni. Hann hefur reynst mér mjög vel. Hann talar hreint og beint og það er því miður fáheyrt í þessu fagi. Þá kann ég að meta það að hann er einn þeirra sem alltaf fylgjast með manni sama hvort vel eða illa gangi."
Íslenski boltinn Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira