Sport

Þórður á heimleið frá Stoke

Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Þórður Guðjónsson, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann hafi tekið þá ákvörðun að snúa heim til Íslands þegar samningur hans við enska 1. deildarliðið Stoke City rennur út næsta vor. Þórður sem orðinn er 32 ára hefur ekkert leikið með Stoke á þessri leiktíð og ekki er gert ráð fyrir því í áætlunum knattspyrnustjóra liðsins, Johans Boskamp. Þórður segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ekki hættur að spila knattspyrnu. Eiríkur Guðmundsson, formaður meistaraflokksráðs Skagamanna, sagði í samtali við Bylgjuna nú fyrir hádegi að Skagamenn hefðu átt í viðræðum við Þórð. Eiríkur segist gera sér vonir um að Þórður gangi til liðs við Skagamenn en fleiri íslensk lið hafi sett sig í samband við hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×