Keane ekki forgangsatriði 30. september 2005 00:01 Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Keane lét hafa það eftir sér í gær að hann ætti ekki von á því að verða áfram hjá liðinu, því samningaviðræður væru ekki hafnar eins og venja hafi verið undanfarin ár, en Keane hefur verið hjá liðinu í tólf ár. "Við vinnum hlutina eftir forgangsröð hérna og það sem við erum að einbeita okkur að núna er einfaldlega leikur helgarinnar. Við munum eiga við mál Keane fyrir luktum dyrum en ekki í fjölmiðlum," sagði Queiroz, en benti á að enginn kæmi í stað leikmanns eins og Roy Keane. "Það kemur enginn í stað leikmanna eins og Pele, Maradona, Eusebio eða Roy Keane. Þú býrð til ný lið í kring um nýja leikmenn" sagði hann. Phil Neville, sem gekk til liðs við Everton í sumar eftir að hafa leikið með Keane í tíu ár, sagði að ef Keane færi frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið. "Ef hann fer frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið og úrvalsdeildina í heild. Keane er einn allra besti leikmaður sem ég hef spilað með á ferlinum og menn verða bara að virða þá ákvörðun sem hann tekur. Mér finnst það heiður að hafa spilað með honum allan þennan tíma og ef skoðaðir eru stærstu leikir síðustu 10 ára í ensku knattspyrnunni, hefur hann oftar en ekki tekið þátt í þeim. Keane er líklega sigursælasti fyrirliði í sögu Manchester United og hans verður sárt saknað ef hann ákveður að fara frá félaginu," sagði Neville. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, segir að samningaviðræður við fyrirliðann Roy Keane hafi ekki forgang í augnablikinu, heldur séu menn í herbúðum liðsins fyrst og fremst að einbeita sér að leiknum við Fulham í deildinni á sunnudaginn. Keane lét hafa það eftir sér í gær að hann ætti ekki von á því að verða áfram hjá liðinu, því samningaviðræður væru ekki hafnar eins og venja hafi verið undanfarin ár, en Keane hefur verið hjá liðinu í tólf ár. "Við vinnum hlutina eftir forgangsröð hérna og það sem við erum að einbeita okkur að núna er einfaldlega leikur helgarinnar. Við munum eiga við mál Keane fyrir luktum dyrum en ekki í fjölmiðlum," sagði Queiroz, en benti á að enginn kæmi í stað leikmanns eins og Roy Keane. "Það kemur enginn í stað leikmanna eins og Pele, Maradona, Eusebio eða Roy Keane. Þú býrð til ný lið í kring um nýja leikmenn" sagði hann. Phil Neville, sem gekk til liðs við Everton í sumar eftir að hafa leikið með Keane í tíu ár, sagði að ef Keane færi frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið. "Ef hann fer frá United, yrði það mikið áfall fyrir liðið og úrvalsdeildina í heild. Keane er einn allra besti leikmaður sem ég hef spilað með á ferlinum og menn verða bara að virða þá ákvörðun sem hann tekur. Mér finnst það heiður að hafa spilað með honum allan þennan tíma og ef skoðaðir eru stærstu leikir síðustu 10 ára í ensku knattspyrnunni, hefur hann oftar en ekki tekið þátt í þeim. Keane er líklega sigursælasti fyrirliði í sögu Manchester United og hans verður sárt saknað ef hann ákveður að fara frá félaginu," sagði Neville.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira