Sport

Hetjuleg barátta Brann dugði ekki

Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann háðu hetjulega baráttu við rússnenska liðið Lokomotiv frá Moskvu í Evrópukeppni félagsliða nú síðdegis. Rússarnir unnu fyrri leikinn í Noregi 2-1, en Brann stríddi þeim vel í Moskvu í kvöld. Brann varð fyrir því óláni að missa markvörð sinn útaf með rautt spjald eftir aðeins hálftíma leik, en varamarkvörður liðsins varði vítaspyrnu sem rússarnir fengu í kjölfarið. Brann var yfir í hálfleik 1-0, en heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og höfðu sigur 3-2 í æsilegum leik. Kristján Örn lék allan leikinn með Brann, sem er fallið úr keppni eftir tapið í kvöld. Norska liðið Tromsö er með pálmann í höndunum gegn tyrkneska stórliðinu Galatasaray, en eftir sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna, sem spilaður var við hræðilega aðstæður á velli sem var einn forarpyttur, er norska liðið yfir í Tyrklandi 1-0, þegar um klukkutími er liðinn af leiknum. Galatasaray þarf því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum til að komast áfram í keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×