Íslendingar undir smásjánni 28. september 2005 00:01 Það verður vel fylgst með leikmönnum ungmennalandsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Svíum, en leikurinn fer fram hinn 11. október í Svíþjóð. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns nokkurra leikmanna liðsins, má búast við því að forráðamenn flestra félaganna í Svíþjóð muni fylgjast með leiknum. "Ég veit til þess að það ætla margir að fylgjast með leikmönnum Íslands í þessum leik. Að sjálfsögðu verða þarna menn frá sænskum félögum og svo verða einnig forráðamenn enskra liða á leiknum, þannig að það er um að gera fyrir leikmenn íslenska liðsins sem þarna verða að vera vel undirbúnir og standa sig vel." Ólafur segist vita til þess að áhugi á nokkrum leikmanna íslenska liðsins sé fyrir hendi. "Það verður vel fylgst með Tryggva Bjarnasyni, Garðari Gunnlaugssyni, Sigmundi Kristjánssyni og Davíð Viðarssyni. Svo veit ég að það munu einhver félög fylgjast nokkuð vel með Pálma Rafni Pálmasyni. Annars eru möguleikar allra leikmanna liðsins jafnir og ef menn standa sig er aldrei að vita nema einhver félög vilji fá þá til sín." Tryggvi Bjarnason, leikmaður KR, er einn af þeim sem líklega verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Svíum. Hann er meðvitaður um að vel verði fylgst með leikmönnum íslenska liðsins í leiknum. "Ég stefni á að komast í atvinnumennsku og það yrði bara gott mál ef ég kæmist út fljótlega. Til þess að fá möguleika á því að komast út verð ég að standa mig vel í leiknum gegn Svíþjóð. Þó hugur stefni út er ég ekkert að stressa mig á þessu. Ég verð þá bara áfram í KR og það er ekkert nema gott um það að segja." Íslenski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Það verður vel fylgst með leikmönnum ungmennalandsliðs Íslands í knattspyrnu þegar það mætir Svíum, en leikurinn fer fram hinn 11. október í Svíþjóð. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns nokkurra leikmanna liðsins, má búast við því að forráðamenn flestra félaganna í Svíþjóð muni fylgjast með leiknum. "Ég veit til þess að það ætla margir að fylgjast með leikmönnum Íslands í þessum leik. Að sjálfsögðu verða þarna menn frá sænskum félögum og svo verða einnig forráðamenn enskra liða á leiknum, þannig að það er um að gera fyrir leikmenn íslenska liðsins sem þarna verða að vera vel undirbúnir og standa sig vel." Ólafur segist vita til þess að áhugi á nokkrum leikmanna íslenska liðsins sé fyrir hendi. "Það verður vel fylgst með Tryggva Bjarnasyni, Garðari Gunnlaugssyni, Sigmundi Kristjánssyni og Davíð Viðarssyni. Svo veit ég að það munu einhver félög fylgjast nokkuð vel með Pálma Rafni Pálmasyni. Annars eru möguleikar allra leikmanna liðsins jafnir og ef menn standa sig er aldrei að vita nema einhver félög vilji fá þá til sín." Tryggvi Bjarnason, leikmaður KR, er einn af þeim sem líklega verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Svíum. Hann er meðvitaður um að vel verði fylgst með leikmönnum íslenska liðsins í leiknum. "Ég stefni á að komast í atvinnumennsku og það yrði bara gott mál ef ég kæmist út fljótlega. Til þess að fá möguleika á því að komast út verð ég að standa mig vel í leiknum gegn Svíþjóð. Þó hugur stefni út er ég ekkert að stressa mig á þessu. Ég verð þá bara áfram í KR og það er ekkert nema gott um það að segja."
Íslenski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira