Ungu stelpurnar standa sig vel 28. september 2005 00:01 Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið. "Við bjuggum okkur vel undir þessa tvo leiki og lögðum mikla áherslu á þessa tvo heimaleiki. Allar götur síðan ég sá leikjaniðuröðina ætlaði ég að vinna þessu tvo fyrstu leiki. Okkur var spáð neðar en þessi lið en vissum að við gætum betur," sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari kvennaliðs HK. "Það var tekin ákvörðun síðasta vor um að taka þátt í vetur og við tókum þessa ákvörðun í samráði við stelpurnar. Það hjálpar líka að vera með tvo útlendinga og ég er ótrúlega heppin með þær og þá sérstaklega félagslega. Þær eru duglegar að leiðbeina stelpunum og það skiptir rosalega miklu máli að vera ekki með einhverja útlendinga sem eru erfiðir í umgengni." Hinn 17 ára gamli markvörður liðsins hefur varið frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum, samtals 48 skot eða 24 skot að meðaltali. Kolbrún varði 60% skota Framliðsins á þriðjudaginn. "Það voru einhverjir hissa á því að ég ætlaði ekki að kaupa markmann en ég er með tvo mjög góða markmenn," segir Díana aðspurð um Kolbrúnu."Það er annars alltaf einhver stelpa sem kemur fram og klárar fyrir okkur þessa leiki og það er aldrei sami leikmaðurinn. Þær hafa traust okkar á bekknum. Þær vita það að leikurinn gengur út á að það eru gerð mistök og við verðum leyfa þeim að gera mistök og læra af þeim og þroskast sem leikmenn. Þess vegna eru þær líka óhræddar að taka af skarið," segir Díana. HK-liðið teflir fram tveimur útlendingum, Auksé Vysniauskaité og Tatjönu Zukovsku, og bera þær vissulega aðalábyrgðina í leik liðsins en það var skemmtilegt að sjá hvernig ungu stelpurnar leystu það vel þegar Framliðið tók þessar tvær úr umferð. Þar fór fremst örvhenti hornamaðurinn Rut Jónsdóttir sem á enn eftir að fagna 15. afmælisdegi sínum. Rut skoraði 7 mörk úr 8 skotum í seinni hálfleiknum og sýndi að þar er landsliðskona framtíðarinnar á ferðinni. Systir hennar Auður, sem er tveimur árum eldri, sýndi einnig góð tilþrif og þá sérstaklega á lokakafla fyrsta leiksins þar sem hún skoraði flest af sínum sex mörkum í þeim leik. "Við vorum búin að setja okkur ákveðin markmið og við höldum okkur við þau. Nú verður maður bara að vera þolinmóður því nú reynir á okkur í næsta leik sem er gegn Íslandsmeisturum Hauka," sagði Díana að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira