Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm 28. september 2005 00:01 Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira