Segir fjölmiðla Baugs misnotaða 27. september 2005 00:01 Frétta- og blaðamenn náðu tali af Davíð Oddssyni í gær eftir að hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi. Hann var spurður um meint afskipti ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum af aðdraganda lögreglurannsókna á Baugi. Sá hluti viðtalsins fer hér á eftir. Davíð (DO) svarar spurningum G. Péturs Matthíassonar (GP) hjá Sjónvarpinu, Brodda Broddasonar (BB) hjá Fréttastofu útvarpsins, Bjargar Evu Erlendsdóttur (BE) hjá Fréttastofu útvarpsins og Jóhanns Haukssonar (JH), Fréttablaðinu. GP: Varst þú inni í þessum málum með Kjartani Gunnarssyni og Styrmi [Gunnarssyni]? DO: Nei ekki nokkrum einustu málum. GP: Hvenær heyrðir þú fyrst af þessu? DO: Guð minn góður. Það get ég ekki sagt án þess að reyna að kanna það í minni mínu. Hver man svoleiðis. GP: Ert þú þessi maður sem kallaður er Davíð og einskisson í tölvupóstum og fleiru slíku? DO: Nú veit ég ekki hvað um mig er sagt í tölvupóstum. Ég held að í tölvunni minni í utanríkisráðuneytinu séu 7.000 tölvupóstar sem ég hef ekki einu sinni opnað. Þannig að ég gerði ekki annað. Auk þess býst ég við að um mig sé heilmikið skrifað á bloggsíðum og vefsíðum. Ég veit ekkert. GP: En þú hefur fylgst með þessum málum núna? DO: Jú en ég veit ekki - af því þú spyrð mig - hvort ég sé eitthvert nafn sem aðrir nota. Ég veit ekkert um það. BB: Finnst þér ekki sérkennileg og merkileg staða sem er komin upp, barátta skulum við segja, milli þessa tveggja stóru miðla, Moggans og Fréttablaðsins? DO: Nei ég horfi nú ekki á það þannig. Ég horfi bara á það með hryllingi með hvaða hætti Baugsmiðlarnir hafa verið notaðir. Ég held að ekki séu nokkur dæmi um það í hinum vestræna heimi. JH: En er ekki bara verið að sannreyna upplýsingar sem bornar eru á borð og sumt af því reynist satt, til dæmis þegar þetta er borið undir Styrmi? DO: Að hvað? JH: Að þetta eru bara upplýsingar eins og hverjar aðrar upplýsingar og svo eru þær sannreyndar og bornar undir menn eins og vera ber í fjölmiðlum? DO: Ég horfi nú ekki á það með þeim hætti. Þegar farið er að brjótast inn í tölvupósta manna, þá er þetta komið á alvarlegt stig, mjög óvenjulegt stig, sem allir hljóta að hafa áhyggjur af. Líka starfsmenn Fréttablaðsins. GP: Nú hafa menn - og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - sérstaklega talað um pólitískt andrúmsloft og kennt þér um það. Er þetta ekki angi af því? DO: Hefur hún gert það? Hefur hún kennt mér um það? GP: Hún hefur svona ýjað að því að þú berir töluverða ábyrgð á einhverju einkennilegu pólitísku andrúmslofti sem hún kallar? DO: Ja, hún var nú aðallega að tala um veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Er það nú ekki alvarlegra? Og þá þarf hún að útskýra það hver gaf út það veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Ég held nú reyndar að hún sé að reyna að hlaupa frá því öllu saman aftur. BE: En hvað verður um þetta mál? Er þetta bara sápukúla sem springur? Er Þetta mál? DO: Ja, Baugsmálið er aðallega dómsmál. Ég verð nú að viðurkenna það þó ég sé lögfræðingur að ég hef ekki lesið þessar ákærur.Veit ekki um hvað þær snúast. Og hef aldrei haft neinn áhuga fyrir þeim. Og menn eru að rugla því saman að áhyggjurnar eða áhuginn sem ég hafði af Baugi á sínum tíma var það - ef menn komast svona út úr látunum - að mér fannst að það stefndi í það að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð í landinu því ákveðnir aðilar sölsuðu allt undir sig. Það voru mínar áhyggjur. Ég hef ekkert fylgst með þessu. Ákærur? Ég þekki það ekki. Ég hef aldrei verið spurður af lögreglu vegna þess að það hefði verið gagnslaust. Ég veit ekkert um þessar ákærur sem koma fram frá þessum einstaklingi sem var í viðskiptum við þetta fyrirtæki. Þess vegna hef ég ekki lesið þessar ákærur. Ég veit ekki almennt hvort menn hafa lesið þær þótt ég sé lögfræðingur. Ég ætla kannski að lesa það þegar dómar liggja endanlega fyrir frá Hæstarétti. Það þýðir ekkert fyrir mann að vera að lesa þetta núna. BE: En eru áhyggjurnar þessar sömu af viðskiptalífinu í dag? DO: Já ég hef nú haft það. Það færist allt of mikið á fáar hendur. Og auðvitað þegar maður sér hvernig Baugsmiðlarnir eru misnotaðir, eins og ég var að segja áðan, með hætti sem menn hafa ekki séð, ekki einu sinni á Vesturlöndum og jafnvel ekki annars staðar heldur, þá hljóta menn að velta því fyrir sér hvort að önnur fyrirtæki sem sömu aðilar eiga séu misnotuð með sama hætti. JH: Hvernig hafa þeir verið misnotaðir? DO: Það sér öll þjóðin. Ég þarf ekkert að vera að útlista það fyrir þér. Það sér öll þjóðin. En það er hið alvarlega í málinu. GP: En hvað segir þú þá um að Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson hittast saman á fundum og fara yfir þessi mál. Menn segja að þetta tengist Sjálfstæðisflokknum? DO: Já þú vilt gjarnan hafa það þannig. Ég heyri það. En þannig er það nú samt ekki vegna þess að rætt var um það hvort tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins manns. Það skiptir engu máli. Tökum nú sem dæmi. Tökum sem dæmi að ég væri ákærður fyrir einhverja hluti. Kæmi hlutur um að ég hefði framið eitthvað misjafnt. Þegar það væri rannsakað þá kæmi upp úr kafinu að Jón Ásgeir eða Jón Ólafsson hefðu kært mig. Hvaða máli skiptir það? Það skiptir máli hvað ég hefði gert. Að það yrði rannsakað. Ekki hverju ég hefði komið til lögreglunnar. Það skiptir ekki nokkru máli. Þannig af einhverjum ástæðum vilja menn rugla umræðuna. Nota fjöllmiðlaveldi sitt til að rugla umræðuna. Við skulum bara sjá hvað gerist í dómstólunum. Hvort að þessu máli verði vísað frá. Þá liggur það fyrir og gott fyrir þá. Eða hvort þeir verða sakfelldir. Við fáum bara að sjá þetta ... JH: En Davíð. Heldur þú að sé til eitthvað sem heitir bara venjuleg og heiðarleg og fagleg blaðamennska? DO: Það vona ég nú. Þegar ég var starfandi á þessum vettvangi vonaðist ég til að það væri og það væri mjög vont ef þessi spurning ætti rétt á sér. GP: En það voru aðrir tímar þá. Ritstjórar sátu þingflokksfundi og svo framvegis. Manni finnst eima svolítið eftir af þessu andrúmslofti. Þegar blöðin voru í meiri tengslum við stjórnmálaflokkana. DO: Ég heyri það. Þér er mikið í mun. Þú varst nú starfandi á Þjóðviljanum og þekktir þetta vel. Þér er mikið í mun að koma þessu máli yfir á Sjálfstæðisflokkinn. GP: Ég er að gefa þér færi á að svara því sem fólk er að tala um og búið að fjalla um í dagblöðum lengi. Um fund Styrmis Gunnarssonar og Kjartans Gunnarssonar varðandi Jón Steinar og ég er að spyrja þig hvað þér finnist um það. DO: Heyrðu. Ég var að segja það áðan og búinn að svara því öllu saman. Ég get upplýst eitt. Og auðvitað er það stórkostlegt samsæri. Ég er að hætta í ríkisstjórn á afmælisdegi Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Það er gríðarlegt samsæri. Ég skal gefa skýringar á því seinna af hverju það var gert. ............................. BB: (Spyr meðal annars um fjölmiðlafrumvarpið). DO: Ég get ekki neitað því að allir sem horfa á fjölmiðlamálið núna sakna þess að frumvarpið var ekki afgreitt. Held ég. Það var mikill skaði og tilræði við þjóðarhag finnst mér. JH: Hver er kjarninn í þessum áhyggjum þínum af fjölmiðlum nútímans á Íslandi? DO: Þegar til að mynda eins og gerst hefur núna, að auðhringar sem hafa gríðarleg ítök í öllu þjóðlífinu, hafa síðan sölsað undir sig alla helstu fjölmiðlana, að þá er komin samlegð sem engin þjóð, engin þjóð, hefur þolað. Og hvað þá lítil þjóð. Við sjáum öll misnotkunina á þessum fjölmiðlum núna. Hvert mannsbarn sér það, hvern einasta dag. Og það er afskaplega óhollt. Hollir, góðir sterkir fjölmiðlar eru mjög mikilvægir. Og að þeir séu fjölbreyttir og það sé ekkert efast um að eitthvað annarlegt búi á bak við þá. Auðvitað er það svo að allir eigendur hafa áhrif á það sem þeir eiga. Það er mjög þýðingarmikið og þá gagnvart fjölmiðlum að það komi ekki fram. JH: Finnst þér eitthvað annarlegt hafa búið að baki hjá Morgunblaðinu? DO: Ég held að eigendum Morgunblaðsins og ég held að það sé ekki um það deilt að þeir hafa ekki skipt sér mikið af því blaði. Ég held að það sé ekki um það deilt. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Frétta- og blaðamenn náðu tali af Davíð Oddssyni í gær eftir að hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi. Hann var spurður um meint afskipti ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum af aðdraganda lögreglurannsókna á Baugi. Sá hluti viðtalsins fer hér á eftir. Davíð (DO) svarar spurningum G. Péturs Matthíassonar (GP) hjá Sjónvarpinu, Brodda Broddasonar (BB) hjá Fréttastofu útvarpsins, Bjargar Evu Erlendsdóttur (BE) hjá Fréttastofu útvarpsins og Jóhanns Haukssonar (JH), Fréttablaðinu. GP: Varst þú inni í þessum málum með Kjartani Gunnarssyni og Styrmi [Gunnarssyni]? DO: Nei ekki nokkrum einustu málum. GP: Hvenær heyrðir þú fyrst af þessu? DO: Guð minn góður. Það get ég ekki sagt án þess að reyna að kanna það í minni mínu. Hver man svoleiðis. GP: Ert þú þessi maður sem kallaður er Davíð og einskisson í tölvupóstum og fleiru slíku? DO: Nú veit ég ekki hvað um mig er sagt í tölvupóstum. Ég held að í tölvunni minni í utanríkisráðuneytinu séu 7.000 tölvupóstar sem ég hef ekki einu sinni opnað. Þannig að ég gerði ekki annað. Auk þess býst ég við að um mig sé heilmikið skrifað á bloggsíðum og vefsíðum. Ég veit ekkert. GP: En þú hefur fylgst með þessum málum núna? DO: Jú en ég veit ekki - af því þú spyrð mig - hvort ég sé eitthvert nafn sem aðrir nota. Ég veit ekkert um það. BB: Finnst þér ekki sérkennileg og merkileg staða sem er komin upp, barátta skulum við segja, milli þessa tveggja stóru miðla, Moggans og Fréttablaðsins? DO: Nei ég horfi nú ekki á það þannig. Ég horfi bara á það með hryllingi með hvaða hætti Baugsmiðlarnir hafa verið notaðir. Ég held að ekki séu nokkur dæmi um það í hinum vestræna heimi. JH: En er ekki bara verið að sannreyna upplýsingar sem bornar eru á borð og sumt af því reynist satt, til dæmis þegar þetta er borið undir Styrmi? DO: Að hvað? JH: Að þetta eru bara upplýsingar eins og hverjar aðrar upplýsingar og svo eru þær sannreyndar og bornar undir menn eins og vera ber í fjölmiðlum? DO: Ég horfi nú ekki á það með þeim hætti. Þegar farið er að brjótast inn í tölvupósta manna, þá er þetta komið á alvarlegt stig, mjög óvenjulegt stig, sem allir hljóta að hafa áhyggjur af. Líka starfsmenn Fréttablaðsins. GP: Nú hafa menn - og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - sérstaklega talað um pólitískt andrúmsloft og kennt þér um það. Er þetta ekki angi af því? DO: Hefur hún gert það? Hefur hún kennt mér um það? GP: Hún hefur svona ýjað að því að þú berir töluverða ábyrgð á einhverju einkennilegu pólitísku andrúmslofti sem hún kallar? DO: Ja, hún var nú aðallega að tala um veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Er það nú ekki alvarlegra? Og þá þarf hún að útskýra það hver gaf út það veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Ég held nú reyndar að hún sé að reyna að hlaupa frá því öllu saman aftur. BE: En hvað verður um þetta mál? Er þetta bara sápukúla sem springur? Er Þetta mál? DO: Ja, Baugsmálið er aðallega dómsmál. Ég verð nú að viðurkenna það þó ég sé lögfræðingur að ég hef ekki lesið þessar ákærur.Veit ekki um hvað þær snúast. Og hef aldrei haft neinn áhuga fyrir þeim. Og menn eru að rugla því saman að áhyggjurnar eða áhuginn sem ég hafði af Baugi á sínum tíma var það - ef menn komast svona út úr látunum - að mér fannst að það stefndi í það að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð í landinu því ákveðnir aðilar sölsuðu allt undir sig. Það voru mínar áhyggjur. Ég hef ekkert fylgst með þessu. Ákærur? Ég þekki það ekki. Ég hef aldrei verið spurður af lögreglu vegna þess að það hefði verið gagnslaust. Ég veit ekkert um þessar ákærur sem koma fram frá þessum einstaklingi sem var í viðskiptum við þetta fyrirtæki. Þess vegna hef ég ekki lesið þessar ákærur. Ég veit ekki almennt hvort menn hafa lesið þær þótt ég sé lögfræðingur. Ég ætla kannski að lesa það þegar dómar liggja endanlega fyrir frá Hæstarétti. Það þýðir ekkert fyrir mann að vera að lesa þetta núna. BE: En eru áhyggjurnar þessar sömu af viðskiptalífinu í dag? DO: Já ég hef nú haft það. Það færist allt of mikið á fáar hendur. Og auðvitað þegar maður sér hvernig Baugsmiðlarnir eru misnotaðir, eins og ég var að segja áðan, með hætti sem menn hafa ekki séð, ekki einu sinni á Vesturlöndum og jafnvel ekki annars staðar heldur, þá hljóta menn að velta því fyrir sér hvort að önnur fyrirtæki sem sömu aðilar eiga séu misnotuð með sama hætti. JH: Hvernig hafa þeir verið misnotaðir? DO: Það sér öll þjóðin. Ég þarf ekkert að vera að útlista það fyrir þér. Það sér öll þjóðin. En það er hið alvarlega í málinu. GP: En hvað segir þú þá um að Kjartan Gunnarsson og Styrmir Gunnarsson hittast saman á fundum og fara yfir þessi mál. Menn segja að þetta tengist Sjálfstæðisflokknum? DO: Já þú vilt gjarnan hafa það þannig. Ég heyri það. En þannig er það nú samt ekki vegna þess að rætt var um það hvort tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins manns. Það skiptir engu máli. Tökum nú sem dæmi. Tökum sem dæmi að ég væri ákærður fyrir einhverja hluti. Kæmi hlutur um að ég hefði framið eitthvað misjafnt. Þegar það væri rannsakað þá kæmi upp úr kafinu að Jón Ásgeir eða Jón Ólafsson hefðu kært mig. Hvaða máli skiptir það? Það skiptir máli hvað ég hefði gert. Að það yrði rannsakað. Ekki hverju ég hefði komið til lögreglunnar. Það skiptir ekki nokkru máli. Þannig af einhverjum ástæðum vilja menn rugla umræðuna. Nota fjöllmiðlaveldi sitt til að rugla umræðuna. Við skulum bara sjá hvað gerist í dómstólunum. Hvort að þessu máli verði vísað frá. Þá liggur það fyrir og gott fyrir þá. Eða hvort þeir verða sakfelldir. Við fáum bara að sjá þetta ... JH: En Davíð. Heldur þú að sé til eitthvað sem heitir bara venjuleg og heiðarleg og fagleg blaðamennska? DO: Það vona ég nú. Þegar ég var starfandi á þessum vettvangi vonaðist ég til að það væri og það væri mjög vont ef þessi spurning ætti rétt á sér. GP: En það voru aðrir tímar þá. Ritstjórar sátu þingflokksfundi og svo framvegis. Manni finnst eima svolítið eftir af þessu andrúmslofti. Þegar blöðin voru í meiri tengslum við stjórnmálaflokkana. DO: Ég heyri það. Þér er mikið í mun. Þú varst nú starfandi á Þjóðviljanum og þekktir þetta vel. Þér er mikið í mun að koma þessu máli yfir á Sjálfstæðisflokkinn. GP: Ég er að gefa þér færi á að svara því sem fólk er að tala um og búið að fjalla um í dagblöðum lengi. Um fund Styrmis Gunnarssonar og Kjartans Gunnarssonar varðandi Jón Steinar og ég er að spyrja þig hvað þér finnist um það. DO: Heyrðu. Ég var að segja það áðan og búinn að svara því öllu saman. Ég get upplýst eitt. Og auðvitað er það stórkostlegt samsæri. Ég er að hætta í ríkisstjórn á afmælisdegi Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Það er gríðarlegt samsæri. Ég skal gefa skýringar á því seinna af hverju það var gert. ............................. BB: (Spyr meðal annars um fjölmiðlafrumvarpið). DO: Ég get ekki neitað því að allir sem horfa á fjölmiðlamálið núna sakna þess að frumvarpið var ekki afgreitt. Held ég. Það var mikill skaði og tilræði við þjóðarhag finnst mér. JH: Hver er kjarninn í þessum áhyggjum þínum af fjölmiðlum nútímans á Íslandi? DO: Þegar til að mynda eins og gerst hefur núna, að auðhringar sem hafa gríðarleg ítök í öllu þjóðlífinu, hafa síðan sölsað undir sig alla helstu fjölmiðlana, að þá er komin samlegð sem engin þjóð, engin þjóð, hefur þolað. Og hvað þá lítil þjóð. Við sjáum öll misnotkunina á þessum fjölmiðlum núna. Hvert mannsbarn sér það, hvern einasta dag. Og það er afskaplega óhollt. Hollir, góðir sterkir fjölmiðlar eru mjög mikilvægir. Og að þeir séu fjölbreyttir og það sé ekkert efast um að eitthvað annarlegt búi á bak við þá. Auðvitað er það svo að allir eigendur hafa áhrif á það sem þeir eiga. Það er mjög þýðingarmikið og þá gagnvart fjölmiðlum að það komi ekki fram. JH: Finnst þér eitthvað annarlegt hafa búið að baki hjá Morgunblaðinu? DO: Ég held að eigendum Morgunblaðsins og ég held að það sé ekki um það deilt að þeir hafa ekki skipt sér mikið af því blaði. Ég held að það sé ekki um það deilt.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira