Undrandi og hneykslaður 27. september 2005 00:01 "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist." Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist."
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira