Innlent

Spyr hvort eignatengsl réðu ferð

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst. Styrmir greindi frá því í Morgunblaðinu á sunnudag að hann hefði fengið að sjá afrit af tölvupóstssamskiptum starfsmanna olíufélaganna en ekki fengið að halda þeim. Sigurjón segir á heimasíðu sinni að það kunni að skýra ákvörðun Styrmis að fjalla ekkert um þetta í Morgunblaðinu á sínum tíma að varaformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, er Kristinn Björnsson, fyrrum forstjóri Skeljungs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×