Innlent

Aftur fjallað um Halldór

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti. Allan Vagn Magnússon héraðsdómari sagði málið verða tekið fyrir aftur undir lok október í milliþinghaldi og þá væntanlega fundinn tími fyrir aðalmeðferð. "Nema að málsaðilar komi sér saman um sættir," sagði hann og uppskar þvingaðan hlátur lögmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×