Willum Þór var í skýjunum 24. september 2005 00:01 Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta. Þreyttasti maðurinn á vellinum Það var greinilegt að hann hafði lagt sig allan í verkefnið því að leik loknum var hann líklega þreyttasti maðurinn á vellinum. „Ég upplifði að tapa bikarúrslitaleik sem leikmaður og það er óhætt að segja að þetta sé mjög ólík tilfinning. En stundum þarf maður að upplifa taptilfinninguna því sú tilfinning fær mig til að leggja enn harðar að mér. Það voru margir í hópnum sem aldrei höfðu upplifað svona leik og ég fann allan tímann að menn voru tilbúinir í þennan leik," sagði Willum Þór. „Þetta var hörkuleikur, þeir pressuðu stíft á mark okkar í seinni hálfleik og auðvitað var lukkan með okkur. Við náðum að brjóta ísinn og ég hafði það á tilfinningunni að leikurinn myndi vinnast á einu marki." En er það ekki sérstaklega skemmtilegt að verða fyrstur til að vinna stóran titil fyrir þetta gamla stórveldi eftir alla þessa bið? Ég neita því ekki, en ég verð hins vegar að fá að þakka fyrir mig. Það er alveg frábært að vinna með svona hópi og svona félagi. Hér eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag, við unnum leikinn í stúkunni og á vellinum," sagði Willum Þór. Setja pressu á sig sjálfur Er nú ekki komin pressa á þig núna að landa Íslandsmeistaratitlinum fyrir Val? Það er best að setja pressu á sig sjálfur. Valur er þannig félag að það á alltaf að hugsa hátt," sagði hinn sigursæli þjálfari Vals. Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta. Þreyttasti maðurinn á vellinum Það var greinilegt að hann hafði lagt sig allan í verkefnið því að leik loknum var hann líklega þreyttasti maðurinn á vellinum. „Ég upplifði að tapa bikarúrslitaleik sem leikmaður og það er óhætt að segja að þetta sé mjög ólík tilfinning. En stundum þarf maður að upplifa taptilfinninguna því sú tilfinning fær mig til að leggja enn harðar að mér. Það voru margir í hópnum sem aldrei höfðu upplifað svona leik og ég fann allan tímann að menn voru tilbúinir í þennan leik," sagði Willum Þór. „Þetta var hörkuleikur, þeir pressuðu stíft á mark okkar í seinni hálfleik og auðvitað var lukkan með okkur. Við náðum að brjóta ísinn og ég hafði það á tilfinningunni að leikurinn myndi vinnast á einu marki." En er það ekki sérstaklega skemmtilegt að verða fyrstur til að vinna stóran titil fyrir þetta gamla stórveldi eftir alla þessa bið? Ég neita því ekki, en ég verð hins vegar að fá að þakka fyrir mig. Það er alveg frábært að vinna með svona hópi og svona félagi. Hér eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag, við unnum leikinn í stúkunni og á vellinum," sagði Willum Þór. Setja pressu á sig sjálfur Er nú ekki komin pressa á þig núna að landa Íslandsmeistaratitlinum fyrir Val? Það er best að setja pressu á sig sjálfur. Valur er þannig félag að það á alltaf að hugsa hátt," sagði hinn sigursæli þjálfari Vals.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu