Loksins titill hjá Val eftir 13 ár 24. september 2005 00:01 Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira
Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira