Hæfi Jóns Steinars vafi eða ekki? 24. september 2005 00:01 Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu um umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Þar segir Kjartan að hann hafi aldrei rætt nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds heldur eingöngu mælt með Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem lögmanni. Eins og fyrr segir kemur fram í Fréttablaðinu að Kjartan Gunnarsson hafi fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers með Styrmi Gunnarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, tveimur mánuðum áður en kært var. Í yfirlýsingu Kjartans segir meðal annars: „Við Styrmir Gunnarsson erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti jafnt um einkamál sem margt annað ... Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins ... samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.“ Í grein Styrmis Gunnarssonar um Morgunblaðið og Baugsrannsóknina, sem birt er í sunnudagsblaðinu, kemur hins vegar fram að ritstjóri Morgunblaðsins hafi þekkt Jón Steinar um árabil, enda var hann lögmaður Morgunblaðsins. Segir Styrmir að í þeirri vinnu hafi honum orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu um umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Þar segir Kjartan að hann hafi aldrei rætt nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds heldur eingöngu mælt með Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem lögmanni. Eins og fyrr segir kemur fram í Fréttablaðinu að Kjartan Gunnarsson hafi fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers með Styrmi Gunnarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, tveimur mánuðum áður en kært var. Í yfirlýsingu Kjartans segir meðal annars: „Við Styrmir Gunnarsson erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti jafnt um einkamál sem margt annað ... Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins ... samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.“ Í grein Styrmis Gunnarssonar um Morgunblaðið og Baugsrannsóknina, sem birt er í sunnudagsblaðinu, kemur hins vegar fram að ritstjóri Morgunblaðsins hafi þekkt Jón Steinar um árabil, enda var hann lögmaður Morgunblaðsins. Segir Styrmir að í þeirri vinnu hafi honum orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira