Ræddi aðeins hæfni Jóns Steinars 24. september 2005 00:01 Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um mánaðamótin júni/júli 2002 rætt við mig um ágreiningsefni milli Baugs hf. og eins af viðskiptafélögum fyrirtækisins. Af minni hálfu eru atvik þessa máls eftirfarandi.Við Styrmir Gunnarsson ritstjóri erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti alla ævi. Við höfum leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um áratuga skeið, jafnt um einkamál sem margt annað. Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja.Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins. Ég gaf Styrmi það sama svar og ég hef gefið mörgum sem í gegnum árin hafa spurt um svipaða hluti, að vandaðri og heiðarlegri lögmaður en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. væri vandfundinn, eins og ráða mætti af lögmannsferli hans.Þetta sjónarmið ítrekaði ég aðspurður við Styrmi að Jóni Steinari viðstöddum um svipað leyti.Samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.Fleira hef ég ekki að segja að sinni um uppslátt Fréttablaðsins á efni augljósra einkagagna annarra manna.Kjartan Gunnarsson. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, um hæfi og hæfni Jóns Steinars Gunnlaugssonar til þess að taka að sér mál Jón Geralds Sullenbergers, en ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér nú í morgun. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Í frétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um mánaðamótin júni/júli 2002 rætt við mig um ágreiningsefni milli Baugs hf. og eins af viðskiptafélögum fyrirtækisins. Af minni hálfu eru atvik þessa máls eftirfarandi.Við Styrmir Gunnarsson ritstjóri erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti alla ævi. Við höfum leitað ráða og umsagna hvor hjá öðrum um áratuga skeið, jafnt um einkamál sem margt annað. Þetta hefur aldrei verið neitt leyndarmál og verið á vitorði allra sem okkur þekkja.Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins. Ég gaf Styrmi það sama svar og ég hef gefið mörgum sem í gegnum árin hafa spurt um svipaða hluti, að vandaðri og heiðarlegri lögmaður en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. væri vandfundinn, eins og ráða mætti af lögmannsferli hans.Þetta sjónarmið ítrekaði ég aðspurður við Styrmi að Jóni Steinari viðstöddum um svipað leyti.Samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.Fleira hef ég ekki að segja að sinni um uppslátt Fréttablaðsins á efni augljósra einkagagna annarra manna.Kjartan Gunnarsson.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira