Eyddu fingraförum Morgunblaðsins 23. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent