Bikarúrslitin í dag 23. september 2005 00:01 Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli." Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli."
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira