Sport

Chelsea hefur heppnina með sér

NordicPhotos/GettyImages
Arsene Wenger segir heilladísirnar hafa verið á bandi Chelsea það sem af er leiktíðinni og spáir að þegar liðið loks tapar í úrvalsdeildinni, gæti það haft í för með sér taphrinu, ekki ósvipaða þeirri sem Arsenal lenti í þegar sigurganga þeirra var stöðvuð í deildinni í fyrra. "Lið Chelsea hefur verið heppið það sem af er og vann okkur og Wigan mjög naumlega. Ég er ekki að segja að þeir séu ekki með gott lið, en þegar tapið kemur er oft erfitt að ná sér á strik aftur. Knattspyrnan er ekki eins fyrirsjáanleg eins og margir halda," sagði Wenger, en hann telur sitt lið enn eiga möguleika á að berjast um titilinn í vor. "Ég sé liðið verða betra með hverjum leiknum og ég hef meiri áhyggjur af því að sú þróun haldi áfram en að vera að fylgjast of mikið með Chelsea. Við höfum að vísu tapað tveimur leikjum, sem er afar óheppilegt, en það er mikið eftir af þessu tímabili og við eigum svo sannarlega eftir að minna á okkur í vetur," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×