Sport

Routledge fjarri bata

NordicPhotos/GettyImages
Miðjumaðurinn Wayne Routledge hjá Tottenham á enn langt í land með að ná sér af meiðslum sínum og Martin Jol knattspyrnustjóri liðsins óttast að hann verði frá í að minnsta kosti tvo mánuði í viðbót. Routledge meiddist á fæti í fyrsta leik liðsins í haust og hefur verið frá síðan. Martin Jol hefur verið að leyfa hinum unga Aaron Lennon að fá tækifæri í stað Routledge upp á síðkastið, en sá er aðeins átján ára gamall og er talið mikið efni. "Lennon stóð sig vel þegar hann kom inná í síðasta leik og sólaði varnarmann sinn fjórum sinnum upp úr skónum á tíu mínútum. Hann er að mínu mati gríðarlegt efni, en hann á þó nokkuð í land ennþá," sagði Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×