Refsimál ekki höfðað 23. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira
Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Sjá meira