Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen komust í gær í úrslit sænsku bikarkeppninnar þegar lið þeirra, Djurgården, sigraði Elfsborg 2-1 í undanúrslitunum.Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Djurgården og stóð sig vel í leiknum en Sölvi Geir sat allan tímann á varamannabekknum. Kári var að vonum ánægður í leikslok enda tímabilið búið að vera einstaklega eftirminnilegt. "Við spiluðum vel í þessum leik og ég var ánægður með mína frammistöðu. Þetta hefur gengið að vel að undanförnu og vonandi náum við að halda áfram á sömu braut, því við þurfum að vinna tvo af síðustu fjórum leikjunum til þess að vinna deildina. Þannig að nú er bara að halda haus og vinna þessa tvo titla sem í boði eru." Djurgården mætir 1.deildarliðinu Åtvidaberg í úrslitum bikarkeppninnar og á því góðan möguleika á því að vinna tvöfalt í ár.