Segist eiga inni sjö vikna hvíld 21. september 2005 00:01 Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira