Ákæruskjalið ónýtt 20. september 2005 00:01 "Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir segir ljóst að málatilbúnaðurinn hafi verið stórgallaður og tekinn hafi verið af allur vafi um það. "Starfsumhverfi okkar verður auðveldara í kjölfar þessa úrskurðar." Jón Ásgeir hefur haldið því fram að ákærurnar væru í ætt við ofsóknir gegn sér og eigendum Baugs. "Þessi niðurstaða styður það að þeir glæpir hafi ekki verið framdir sem ákærandinn lýsir. Og þá spyr maður af hverju er hægt að láta svona viðgangast. Hvernig stendur á því að hægt er að rannsaka málið í þrjú ár og koma svo með skjal sem er svo haldlítið og ónýtt að það kemst ekki einu sinni fyrir dóm?" Jón Ásgeir segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær hafi ekki komið sér á óvart. "Eins og fram kemur í úrskurðinum eru einnig gallar á öðrum atriðum í ákærunni en þeim átján liðum sem áður höfðu verið taldir ófullnægjandi. Þetta mál er allt hið furðulegasta. Fyrirtækið hefur sagt að ekki hafi verið brotið á því og endurskoðendur og lögfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu. Samt er haldið áfram. Hvað býr að baki og hversu langt má ganga? Þetta hlýtur að kalla á umfangsmikla skoðun á embætti Ríkislögreglustjóra," segir Jón Ásgeir. Baugsmálið Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
"Ég fagna náttúrulega þessari niðurstöðu og hún er í samræmi við það sem við höfum haldið fram. Þetta er jafnframt mikill áfellisdómur fyrir ákæruvaldið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem staddur er í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir segir ljóst að málatilbúnaðurinn hafi verið stórgallaður og tekinn hafi verið af allur vafi um það. "Starfsumhverfi okkar verður auðveldara í kjölfar þessa úrskurðar." Jón Ásgeir hefur haldið því fram að ákærurnar væru í ætt við ofsóknir gegn sér og eigendum Baugs. "Þessi niðurstaða styður það að þeir glæpir hafi ekki verið framdir sem ákærandinn lýsir. Og þá spyr maður af hverju er hægt að láta svona viðgangast. Hvernig stendur á því að hægt er að rannsaka málið í þrjú ár og koma svo með skjal sem er svo haldlítið og ónýtt að það kemst ekki einu sinni fyrir dóm?" Jón Ásgeir segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær hafi ekki komið sér á óvart. "Eins og fram kemur í úrskurðinum eru einnig gallar á öðrum atriðum í ákærunni en þeim átján liðum sem áður höfðu verið taldir ófullnægjandi. Þetta mál er allt hið furðulegasta. Fyrirtækið hefur sagt að ekki hafi verið brotið á því og endurskoðendur og lögfræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu. Samt er haldið áfram. Hvað býr að baki og hversu langt má ganga? Þetta hlýtur að kalla á umfangsmikla skoðun á embætti Ríkislögreglustjóra," segir Jón Ásgeir.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira