Innlent

RÚV sýknað af 30 milljóna kröfu

Ríkisútvarpið var í dag sýknað af rúmlega þrjátíu milljón króna kröfu fyrirtækisins Teftra Film vegna sýningar á fræðsluþáttunum „Viltu læra íslensku?“. Tuttugu og einn þáttur sem fyrirtækið framleiddi undir þessu nafni var sendur út í Ríkissjónvarpinu, án þess að greiðsla kæmi fyrir. Framleiðandinn krafðist greiðslu og kvaðst hafa verið þvingaður til að gefa sýningarréttinn frá sér. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Ríkisútvarpið hins vegar af kröfu mannsins og vísaði til viljayfirlýsingar sem dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins gaf út áður en framleiðsla þáttanna byrjaði. Þar var tekið fram að engin greiðsla kæmi fyrir þættina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×