Sport
Rússar hafa áhuga á Aston Villa
Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Doug Ellis, stjórnarformaður félagsins til langs tíma, hefur þó ekki verið talinn fáanlegur til að láta af hendi hlut sinn í félaginu, en það kemur væntanlega fljótlega í ljós.