Sport

Sigurmark Bolton á 94. mínútu

Bolton tryggði sér ótrúlegan sigur á Man City, 0-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú síðdegis þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar 4 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Richard Dunne fékk boltann í höndina inni í vítateig og Gary Speed skoraði örugglega úr vítaspyrnunni. Það verður seint hægt að segja að sigur Bolton hafi verið verðskuldaður þar sem Man City átti 17 skot að marki Bolton sem átti 5 markskot í leiknum. Með sigrinum læddi Bolton sér í 4. sæti deildarinnar með 11 stig, jafnmörk og City sem er í 5. sæti. Þá gerðu nýliðar Wigan 1-1 jafntefli við Middlesbrough þar sem Henri Camara náði að jafna metin fyrir nýliðana en Yakubu kom gestunum yfir. Wigan er í 9. sæti deildarinnar með sjö stig en Boro í áttunda sæti með 8 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×