Sport

Valskonur mæta Evrópumeisturunum

Kvennalið Vals mætir sjálfum Evrópumeisturunum í þýska liðinu Turbine Potsdam í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Valur mætir þýska liðinu í Reykjavík 8. október og ytra 19. október. Þýska liðið er firnasterkt enda leika í því sex þýskar landsliðskonur sem urðu Evrópumeistarar landsliða í sumar. Sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir annaðhvort Spörtu Prag frá Tékklandi eða Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð í undanúrslitum. Aldrei áður hefur íslensku kvennaliði tekist að komast svo langt í Evrópukeppni. Aðeins einu marki munaði að Valur ynni riðilinn og er þar um að ræða markið sem Valskonur fengu á sig í viðbótartíma gegn Djurgården/Älvsjö fyrr í vikunni en sænska liðið vann serbnesku meistarana í Niš, 7-0 í gær og hafnaði efst með fullt hús stiga. Valsstúlkur burstuðu Alma frá Kazakstan 8-0 í lokaleik sínum í B-riðli 2. umferðar keppninnar í gær og höfnuðu í 2. sæti síns riðils. Aðrar viðureignir í 8 liða úrslitunum eru; Montpellier frá Frakklandi og Bröndby Danmörku Arsenal frá Englandi og Frankfurt Þýskalandi Sparta Prag frá Tékklandi og Djurgården/Älvsjö frá Svíþjóð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×