Allardyce sáttur við sigurinn
Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við. "Við komum okkur í vandræði enn eina ferðina með kæruleysi í varnarleiknum. Við stjórnuðum ferðinni allan tímann, en fáum á okkur ódýrt mark vegna einbeitingarleysis og komum okkur í vandræði. Það var þó gott hjá strákunum að ná að rífa sig upp. Við þurftum helst að halda hreinu í gær, en það tókst ekki, svo þetta verður erfitt í síðari leiknum í Búlgaríu," sagði Allardyce.