Sport

Everton kjöldregið í Búkarest

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarliðið Everton, sem var spútniklið deildarinnar í fyrra og náði öllum að óvörum í Meistaradeildina í ár, kom heldur betur niður á jörðina í kvöld þegar liðið mætti Dinamo Búkarest og steinlá. Heimamenn í Dinamo ætluðu svo sannarlega ekki að gefa sitt eftir í leiknum í kvöld og höfðu sigur 5-1. Eftir að Niculescu kom heimaliðinu yfir eftir 27 mínútur, náði Yobo að jafna fyrir Everton og útlitið ágætt fyrir enska liðið. Þær vonir urðu að engu í síðari hálfleik, þegar heimamenn bættu við fjórum mörkum og gerðu út um leikinn. Vonir Everton um að komast áfram í keppninni eru því fjarri því að vera góðar. Middlesbrough hélt uppi heiðri ensku liðanna þegar þeir lögðu Xanti Skoda frá Grikklandi 2-0 með mörkum frá Boateng og Viduka og Bolton stal sigrinum á móti Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu á síðustu sekúndum leiksins eftir að hafa verið undir lengst af. El Hadji Diouf jafnaði fyrir Bolton á 72. mínútu og Javier Borgetti skoraði sigurmarkið í blálokin. Þá vann Tromsö í Noregi ótrúlegan 1-0 sigur á Galatasaray frá Tyrklandi við hörmulegar aðstæður, þar sem völlurinn var eitt forarsvað. Norska liðið var yfirspilað allann leikinn, en náði engu að síður öllum stigunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×