Sport

Léleg mæting hjá Chelsea

Það vakti athygli að nóg var af lausum sætum á Meistaradeildarleik Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge í gærkvöldi, en aðeins um 29.000 manns borguðu sig inn á leikinn, eða færri en sáu leik Sheffield Wednesday og Leeds í fyrstu deildinni daginn áður. Chelsea selur dýrustu aðgöngumiða allra liða í ensku úrvalsdeildinni og hefur félagið verið harðlega gagnrýnt fyrir það. Frank Lampard sagðist skilja að nokkur sæti hefðu verið tóm í gær. "Við getum ekki farið fram á að fólk eyði öllum sínum peningum í að fara á völlinn, en ég sé nú oft mörg laus sæti á fleiri leikvöngum en okkar á þessum árstíma. Þeir sem mættu og studdu við bakið á okkur í gær voru létu líka vel í sér heyra," sagði Lampard, sem skoraði sigurmarkið í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×