Verðbólga þurrkar út launahækkun 13. september 2005 00:01 Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira