Þessar tilviljanir 12. september 2005 00:01 Ólafur G. Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, uppástendur að það sé einstök tilviljun að bankaráðið hafi afráðið að hækka laun bankastjóranna þegar Davíð Oddsson ákvað að verða aðalbankastjóri bankans. Sama gerir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar sama banka, þegar hann segir ekkert samhengi í því að hann láti af störfum áður en stóð til, á sama tíma og Davíð Oddsson vill starfið sem Birgir Ísleifur gegnir. Þetta eru miklar tilviljanir. Eflaust er það líka tilviljun að Davíð Oddsson kom í veg fyrir að eftirlaunakjör forréttindahópsins fræga yrðu endurskoðuð síðastliðið vor. Allar þessar tilviljanir hafa mikil áhrif á einkahagi Davíðs Oddssonar. Starfslokasamningurinn við hann mun kosta samfélagið verulegar fjárhæðir. Það sjá allir, eins og Davíð orðar hluti svo oft. En það er ekki á allra færi að meta hverjar afleiðingar geta orðið, eða hafa jafnvel orðið, af því að uppgjafastjórnmálamenn setjist í stól seðlabankastjóra. Aftur og ítrekað. Þeir eru fáir fræðimennirnir sem mæla með þessu, en þeir eru margir sem óttast afleiðingar þess að Seðlabankinn sé notaður sem endastöð í starfsævi stjórnmálamanna. Svo langt ganga sumir, sem mark er tekið á, að segja stjórnmálamennina ekki bara vanhæfa til starfsins, þeir séu óhæfir. Allir vissu, svo notaðar séu frægar fullyrðingar, að eftirlaunalögin voru keyrð í gegnum Alþingi með slíkum ofsa að óbreyttir þingmenn og óbreyttir ráðherrar þorðu ekki annað en að samþykkja þau. Það vissu líka allir að lögin pössuðu betur að réttindum sumra. Til að mynda að tekjur af menningarstörfum, svo sem skriftum, kæmu ekki til frádráttar, skertu ekki himinhá eftirlaunin. Vissulega er lífið svo ótrúlega fjölbreytt og ófyrirséð að á flestu er von. Það er kannski þess vegna sem okkur er ætlað að trúa að stórbætt kjör bankastjóra Seðlabankans hafi ekkert með það að gera að Davíð Oddsson er að taka við fyrsta sæti í bankastjórninni, og það er kannski þess vegna sem okkur er ætlað að trúa að það sé hrein og klár tilviljun að Birgir Ísleifur Gunnarsson afréð að biðjast lausnar á sama tíma og Davíð þurfti á starfinu að halda. Merkilegt er að heyra formann bankaráðsins rökstyðja vilja ráðsins, um hækkandi laun til handa Davíð, að þau séu svar við háum launum í öðrum peningastofnunum, að Seðlabankinn þurfi að keppa við viðskiptabankana um starfsfólk. Nýverið losnaði staða bankastjóra í KB banka. Ætli Ólafur G. Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og þeir aðrir í bankaráðinu, sem samþykktu ósköpin, hafi óttast það mikið að ef launin hækkuðu ekki væri yfirvofandi hætta á að Davíð færi til starfa í þeim banka? Hann sem nýverið lokaði viðskiptareikningum sínum í bankanum í mótmælaskyni, þegar hann gat ekki sætt sig við há laun bankastjóranna. Þetta er skrýtið líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ólafur G. Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, uppástendur að það sé einstök tilviljun að bankaráðið hafi afráðið að hækka laun bankastjóranna þegar Davíð Oddsson ákvað að verða aðalbankastjóri bankans. Sama gerir Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar sama banka, þegar hann segir ekkert samhengi í því að hann láti af störfum áður en stóð til, á sama tíma og Davíð Oddsson vill starfið sem Birgir Ísleifur gegnir. Þetta eru miklar tilviljanir. Eflaust er það líka tilviljun að Davíð Oddsson kom í veg fyrir að eftirlaunakjör forréttindahópsins fræga yrðu endurskoðuð síðastliðið vor. Allar þessar tilviljanir hafa mikil áhrif á einkahagi Davíðs Oddssonar. Starfslokasamningurinn við hann mun kosta samfélagið verulegar fjárhæðir. Það sjá allir, eins og Davíð orðar hluti svo oft. En það er ekki á allra færi að meta hverjar afleiðingar geta orðið, eða hafa jafnvel orðið, af því að uppgjafastjórnmálamenn setjist í stól seðlabankastjóra. Aftur og ítrekað. Þeir eru fáir fræðimennirnir sem mæla með þessu, en þeir eru margir sem óttast afleiðingar þess að Seðlabankinn sé notaður sem endastöð í starfsævi stjórnmálamanna. Svo langt ganga sumir, sem mark er tekið á, að segja stjórnmálamennina ekki bara vanhæfa til starfsins, þeir séu óhæfir. Allir vissu, svo notaðar séu frægar fullyrðingar, að eftirlaunalögin voru keyrð í gegnum Alþingi með slíkum ofsa að óbreyttir þingmenn og óbreyttir ráðherrar þorðu ekki annað en að samþykkja þau. Það vissu líka allir að lögin pössuðu betur að réttindum sumra. Til að mynda að tekjur af menningarstörfum, svo sem skriftum, kæmu ekki til frádráttar, skertu ekki himinhá eftirlaunin. Vissulega er lífið svo ótrúlega fjölbreytt og ófyrirséð að á flestu er von. Það er kannski þess vegna sem okkur er ætlað að trúa að stórbætt kjör bankastjóra Seðlabankans hafi ekkert með það að gera að Davíð Oddsson er að taka við fyrsta sæti í bankastjórninni, og það er kannski þess vegna sem okkur er ætlað að trúa að það sé hrein og klár tilviljun að Birgir Ísleifur Gunnarsson afréð að biðjast lausnar á sama tíma og Davíð þurfti á starfinu að halda. Merkilegt er að heyra formann bankaráðsins rökstyðja vilja ráðsins, um hækkandi laun til handa Davíð, að þau séu svar við háum launum í öðrum peningastofnunum, að Seðlabankinn þurfi að keppa við viðskiptabankana um starfsfólk. Nýverið losnaði staða bankastjóra í KB banka. Ætli Ólafur G. Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og þeir aðrir í bankaráðinu, sem samþykktu ósköpin, hafi óttast það mikið að ef launin hækkuðu ekki væri yfirvofandi hætta á að Davíð færi til starfa í þeim banka? Hann sem nýverið lokaði viðskiptareikningum sínum í bankanum í mótmælaskyni, þegar hann gat ekki sætt sig við há laun bankastjóranna. Þetta er skrýtið líf.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun