Sport

Jenas vill Evrópusæti

Jermaine Jenas, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham Hotspurs í jafntefli liðsins við Liverpool í gær, segir að liðið eigi raunhæfa möguleika á að ná Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni í ár. "Við eigum enn langt í land með að ná liðum eins og Chelsea, Arsenal og Manchester United, en á miðað við mannskapinn sem Martin Jol er búinn að vera að fá hingað að undanförnu, sé ég ekki annað en að við séum með lið sem geti gert góða hluti í vetur," sagði Jenas. Martin Jol var öllu rólegri í sínum athugasemdum, en benti á að liðið væri að bæta sig. "Ég ætla ekki að gera kröfu á svona ungt lið að það eigi að ná í Meistaradeildina, það væri ekki sniðugt. Ef þeir komast þangað, er það auðvitað hið besta mál, en það sem ég er að reyna að gera með liðið er að fá það til að spila betri knattspyrnu og það sem kemur í kjölfarið er þá venjulega góður árangur, svo það sér þá um sig sjálft," sagði Jol.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×